Til frambjóðenda.

Sælt veri fólkið. Nú eru framundan slagsmál frambjóðenda um athygli og fagurgala. Mig langar að koma nokkrum atriðum á framfæri til þessa fólks. Eins og ástandið er núna er eins gott að frambjóðendur athugi það að kjósendur líta afar gagnrýnum augum á allt sem heitir loforð og falsímyndir. Þeir skulu athuga vandlega að þeir eru að sækjast eftir að komast til valda og höndla með fjöregg heillar þjóðar. Framapotarar skulu athuga að þjóðin mun aldrei líða það að fólk sé aðeins að koma sér á jötuna. Nú er verið að leita að harðduglegu og óeigingjörnu fólki sem setur þjóðina í forgang. Flokkadrættir skipta í raun engu máli. Öllum er ætlað að leggjast saman á árarnar að rífa þjóðina upp úr þessum öldudal. Við viljum fólk með bein í nefinu. Hálfdrættingar skulu halda sig heima. Þið eruð ekki að fara út í sjálfboðavinnu fyrir íþróttafélag eða smáklúbb. Botnlaus vinna er framundan. Tími veisluhalda og einkavinaklúbbanna er liðinn. Sæl að sinni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband