Hvað er til ráða?

Sælt veri fólkið. Áfram eru "snillingarnir" á alþingi að gera upp á bak. Enginn vinnufriður er fyrir stuttbuxnadeildinni. Sandkassa metingurinn tröllríður öllu. Alþingi virðist varnarlaust fyrir svona gaspri daginn út og daginn inn. Íhaldið er búið að sína það í eitt skipti fyrir öll, að þau ætli sér alls ekki að hjálpa til við björgunarstörf þjóðarbúsins. Hvað getum við gert við þessa ónytjunga? Getum við ruðst inn á vinnustað þeirra, dregið þá út og hýtt þá? NEI, því miður. Það er refsivert að hýða óalandi grislinga. Hvað getum við þá gert? Við getum beðið okkar tíma, þ.e.a.s. eftir kosningum. Þar höfum við valdið, þetta augnablik sem við merkjum X-ið inn. Það er orðið ljóst að við megum undir engum kringumstæðum hleypa þessum grislingum að ríkis jötuni. Þeir eru stórhættulegir þjóðinni. Sigldu öllu á kaf, en neita allri ábyrgð. Hroki þeirra er slíkur að þeir líta orðið á sig sem alvitra og óskeikula snillinga. Nú er nóg komið. Höldum vöku okkar, sofnum ekki á verðinum. Fylgist með framkomu þeirra af athygli. Það mun greipast í minni okkar og koma að gagni inni í kjörklefanum. Sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband