Gjaldþrot? Ekki hissa.

Sælt veri fólkið. Fyrirsögnin "Ævistarfið farið" blasir við okkur hér á mbl. Er nema von? Er fólk búið að skoða yfirbygginguna?  Ný höll við Dalveg í Kópavogi, Parki. Þar eru flottheitin aldeilis ekki skorin við nögl. 8000 fermetra leiguhúsnæði við Sundahöfnina tekið á 10 ára leigusamningi upp á hvað? 6 millur á mánuði? Ég spyr, hvaða mikilmennskubrjálæði hefur gripið Íslendinga? Þetta minnir óþægilega á visst gjaldþrot einnar virtustu og elstu starfandi prentsmiðju landsins fyrir nokkrum árum. Það átti að gleypa heiminn. Hvenær ætlum við, þessi dvergþjóð, að fara að sníða okkur stakk eftir vexti? Ég er á þeirri skoðun að nú verði markaðurinn að fara að grisjast, og fólk með báðar lappirnar á jörðinni taki yfir. Svona mikilmennsku brjálæði gengur ekki lengur. Ég hef alla mína tíð unnið í bygginga bransanum og alltaf orðið jafn hissa þegar ég heyri menn tala eins og við gætum byggt eins brjálæðingar út í það óendanlega. Og svo fara menn að reisa þvílíkar byggingavöruverslanir að ein slík myndi duga allri þjóðinni. Hvað er í hausnum á slíku liði? Varla eru þetta reyndir menn sem stjórna svona draumóra hegðun? Eða hvað? Sæl að sinni.

Hringið á vælubílinn.

Sælt veri fólkið. Nú er áróðurinn frá hægrimönnum byrjaður. Um leið og talað er um að skattleggja gróðapungana sem högnuðust yfirgengilega fyrir bankahrunið, reka þeir upp rammakvein. Heldur þetta fólk að þjóðinni sé ekki slétt sama þó milljarðamæringar komist ekki lengur upp með það að borga 10% skatt? Meðan megnið af fólki borgar nærri 40%, ætlast þetta lið til þess að það fái sömu þjónustu og aðrir. Nei, eftir þetta stærsta rán íslandssögunnar var meira að segja íhaldið farið að tala um auknar skattabyrðar. Hvort rétta liðið hefði lent í þeim pakka skal ósagt látið. Sæl að sinni.

Hvaða, hvaða?

Fengust ekki innfæddir Reykvíkingar í framboðið? Eða er þetta lúmsk tilraun til yfirráða utanbæjarmanna???? Nei ég bara spyr.
mbl.is L-listi tilkynnir oddvita Reykjavíkurkjördæma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammastu til að þegja.

Sælt veri fólkið. Já, Vilhjálmur, þetta er ætlað þér. Þú og þínir nótar skulu bara vita að það verður ekkert þagað lengur yfir svona framferði eins og Grandi sýndi. Ef þú trúir því að fólk horfi þegjandi uppá að menn fái að halda áfram að moka undir eigið rassgat er það mikill misskilningur. Hvenær hleypti þjóðin þessum arðræningjum í fiskistofna okkar? Ekki gáfum við leyfið. Það var fámenn valdaklíka sem færði þessum andskotum kvótann upp í hendurnar og nú hafa þeir veðsett hann mörg  ár fram í tímann. Andskotann hafa þeir með það að gera að hirða út fjármagn sem þjóðin á. Ætlar þú að voga þér að líkja Granda við venjulegt fyrirtæki? Þetta var gjöf frá einkavinum í stjórnmálum svo reyndu ekki bera þetta saman við fyrirtæki sem þurft hafa að byggja allt sitt frá grunni með nánast tvær hendur tómar. Það eru fyrirtæki sem enginn myndi voga sér að gagnrýna fyrir svona aðgerðir því eigendur þeirra ættu fyllilega skilið umbun eftir erfiðið. Sæl að sinni.

Og hver ræður vöxtunum?

Sælt veri fólkið. Enn sýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hreðjatakið sem hann hefur á íslenskri þjóð. Meðan vextir lækka allsstaðar í evrópu eru við pínd áfram með þessa glæpavexti. Þetta er vegna handónýts gjaldmiðils sem við höfum hangið með í gegnum árin. Hversu lengi á að verja þessi jöklabréf á okkar  kostnað? Við erum pínd vegna þess að krónan mun væntanlega hrynja til grunna ef hún verður ekki varin með þessum hætti. En hvað lengi? Núna skil ég Steingrím þegar hann sagði hreint út að hann vildi helst skila þessu bölvaða láni. Okkur mun blæða út í rólegheitum meðan lánadrottnarnir standa vörð um fjármagnið sem erlendir auðjöfrar voru blekktir til að kaupa. Það er helvíti hart að horfa uppá það að ríkisstjórn landsins fær engu um það ráðið hversu háir vextir eru í þessu landi. Sæl að sinni.


Svínarí tryggingafélaganna.

Sælt veri fólkið. Vill ítreka reynslu mína af þjófnaði og glæpsamlegu athæfi þessara gróðafélaga. Keyrt var inní hægra framhjól á jeppa mínum fyrir nokkrum árum. Tryggingafélag mitt hélt því fram að bíllinn væri ónýtur þar sem klafi og biti hefðu farið svo illa. Hófst þá baráttan fyrir því að fá eðlilegt verð fyrir bílinn. Þeir voru með einhverja verðskrá sem þeir hafa búið til sjálfir og enginn í bílabransanum skilur enn. Skráður eigandi var félagi í FÍB og var haft samband við lögfræðing þeirra. Kom í ljós að sami undirlægjuháttur ríkir í þessu félagi eins og öðrum. Það borgaði sig ekki að ráðast gegn þjófunum að sögn lögfræðingsins. Erum hætt í þeim félagsskap síðan. Jæja, ég enda með í höndunum 470 þús. 100 þús. kr lægra verð en matsverð bílsins var. Kemst ég síðan að því, að þeir hafi selt bílinn á 300 þús. svo bókfært tap þeirra er skitinn 170 þús. kall. Þar sem bíllinn  var að mati þeirra óviðgerðarhæfur bar þeim að skrá hann sem tjónabíl. Þegar ég síðar mætti bílnum á götu hér í borg kannaði ég straks feril bílsins frá árekstrinum. Hann var aldrei skráður sem tjónabíll, til að tryggja sem hæst verð fyrir hann. Bílnum var hleypt út á göturnar án þessarrar skráningar svo tryggingafélagið er sekt um glæpsamlegt athæfi. Eða hvað? Var þetta með ráðum gert? Er félagið uppvíst af kerfisbundnum þjófnaði frá fólki sem skyldað er að greiða tryggingar af ökutækjum? Ég bið fólk um að fylgjast náið með ökutækjum sínum ef þau verða dæmd ónýt eftir svona óhöpp. Náum í rassgatið á þessu glæpahyski sem fær að stunda þjófnaði undir nefinu á yfirvöldum.

Er þegar búið að kjósa formann?

Sælt veri fólkið. Einkennilegt er að sjá nákvæmlega engin viðbrögð við framboði Lofts Altice til formanns sjálfstæðisflokksins. Þykja þetta ekki einu sinni fréttir? Eða þaga íhaldsmenn framboðið í hel? Fréttamenn nefna þetta ekki einu sinni á nafn. Er nú þegar búið að úthluta formanns embættinu? Egill Helga ræddi þetta ekki einu sinni í þætti sínum í gær. Velur innsti kjarni flokksins formanninn? Kosningar eru sem sagt sýndarmennskan ein? Talandi um gamla Sovét. Þar hefur íhaldið greinilega lært eitthvað.

Áróður tryggingafélaganna.

Sælt veri fólkið. Jæja, nú er lögverndaða sjálftökuliðið byrjað árlegan  áróður sinn. Kastandi fram haugalyginni sem flestir eru löngu búnir að sjá í gegnum. Þetta er örugg vísbending á snarhækkað iðgjald svo við þurfum að bregðast harkalega við hyskinu. Við eru skylduð með lögum að greiða hinar ýmsu tryggingar og þar af leiðandi varnarlaus gegn þessum þjófnaði. Eða hvað??? Ef nógu stór hópur fólks ákveður að segja upp öllum tryggingum sínum og krefjast þess að hafa eitthvað með það að gera hvernig staðið er að iðgjalda "áskrift" tryggingafélaganna, hljóta þeir að þurfa að hugsa sinn gang. Búið er að fresta öllum launahækkunum til almennings en blóðsugurnar ætla sér greinilega að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Sjáið framkomuna hjá Granda t.d. Þetta lið ætlar sér alls ekki að taka þótt í endurreisn landsins. Græðgin er öllu yfirsterkari svo það dæmist á okkur að taka af skarið. Við verðum að standa vaktina og ekki  láta þessar óværur  komast upp með svona framkomu. Látum milljarðafyrirtækin ekki komast upp með neitt múður. NÚ SKAL JAFNT YFIR ALLA GANGA. Sæl að sinni.

Skarfarnir í sókn.

Sælt veri fólkið. Verður spennandi að fylgjast með atlögu gömlu skarfanna gegn stuttbuxnadeildinni innan sjálfstæðisflokksins. Þeir eru greinilega búnir að fá sig fullsadda af Armani klæddum rollingum sem lifað hafa eftir Innlit útlit þáttunum, akandi um á Game over jeppunum og 100 milljón kr. einbýlishúsunum. Nú skal greinilega slegið á puttana á þessu liði. Tekst það? Við fylgjumst spennt með. Þeir gömlu höfðu nefnilega vit á því að auglýsa ekki auðævi sín. Heildsalarnir og apótekararnir rökuðu hljóðlega til sín peningunum með hjálp gengdarlausrar einokunastefnu sem hér ríkti áður fyrr. Hægt var að níðast á þjóðinni með okri og helmingarskipta pólitík sem tröllreið öllu. Eru þið hissa á hatri þeirra á réttlátri samkeppni? Ég bara spyr. Sæl að sinni.

 


Logar allt innan Íhaldsins.

Sælt veri fólkið. Ja nú þykir mér týra. Nú fáum við aldeilis að fylgjast með safaríkri atburðarás. Íhaldið stefnir nú að landsfundi og formannskjöri fljótlega. Undan sléttu yfirborðinu spretta nú fram hinir einu sönnu afturhalds og íhaldsseggir sem flokkurinn var frægastur fyrir. (Var aðalástæðan fyrir því að ég gat aldrei samsvarað mig þessum flokki). Grimmilegar árásir eru hafnar á Bjarna Ben. formanns kandidat. Fulltrúi hins eina sanna íhalds er búinn að tilkynna framboð sitt til höfuðs Bjarna. Ástæða þessara árása er að Bjarni dirfðist að nefna E.B. á nafn. Ofsi þessa fólks er slíkur að nú eru Bjarni og Þorgerður Katrín nánast landráðamenn í þeirra augum. Hinn innsti kjarni flokksins er að leggja spilin á borðið. Nú fáum við að sjá svart á hvítu fyrir hvað hann stendur. Hræðslan við að missa tökin er öllu yfirsterkari. Ég öfunda ekki Bjarna að þeirri stöðu sem hann er í. Sæl að sinni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband