Svínarí tryggingafélaganna.

Sælt veri fólkið. Vill ítreka reynslu mína af þjófnaði og glæpsamlegu athæfi þessara gróðafélaga. Keyrt var inní hægra framhjól á jeppa mínum fyrir nokkrum árum. Tryggingafélag mitt hélt því fram að bíllinn væri ónýtur þar sem klafi og biti hefðu farið svo illa. Hófst þá baráttan fyrir því að fá eðlilegt verð fyrir bílinn. Þeir voru með einhverja verðskrá sem þeir hafa búið til sjálfir og enginn í bílabransanum skilur enn. Skráður eigandi var félagi í FÍB og var haft samband við lögfræðing þeirra. Kom í ljós að sami undirlægjuháttur ríkir í þessu félagi eins og öðrum. Það borgaði sig ekki að ráðast gegn þjófunum að sögn lögfræðingsins. Erum hætt í þeim félagsskap síðan. Jæja, ég enda með í höndunum 470 þús. 100 þús. kr lægra verð en matsverð bílsins var. Kemst ég síðan að því, að þeir hafi selt bílinn á 300 þús. svo bókfært tap þeirra er skitinn 170 þús. kall. Þar sem bíllinn  var að mati þeirra óviðgerðarhæfur bar þeim að skrá hann sem tjónabíl. Þegar ég síðar mætti bílnum á götu hér í borg kannaði ég straks feril bílsins frá árekstrinum. Hann var aldrei skráður sem tjónabíll, til að tryggja sem hæst verð fyrir hann. Bílnum var hleypt út á göturnar án þessarrar skráningar svo tryggingafélagið er sekt um glæpsamlegt athæfi. Eða hvað? Var þetta með ráðum gert? Er félagið uppvíst af kerfisbundnum þjófnaði frá fólki sem skyldað er að greiða tryggingar af ökutækjum? Ég bið fólk um að fylgjast náið með ökutækjum sínum ef þau verða dæmd ónýt eftir svona óhöpp. Náum í rassgatið á þessu glæpahyski sem fær að stunda þjófnaði undir nefinu á yfirvöldum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Þessi reynsla þín er lyginni líkust , mér fynnst þetta hljóma sem bíllinn hafi aldrei farið í raun í gegn um tryggingafélagið , ég á við að hann hafi verið seldur e-n. veginn framm hjá , heldur þú að það geti verið ?

Hörður B Hjartarson, 17.3.2009 kl. 13:22

2 Smámynd: Davíð Löve.

Hann fór þar inn og  Gummkó (skúrakall) keypti hann eftir á uppboðsvef tjónabifreiða tryggingafélagsins. Aldrei skylduskráður sem tjónabíll. Allt í einu var hægt að laga bílinn sem félagið taldi ekki vera hægt.

Davíð Löve., 17.3.2009 kl. 14:10

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ja hérna hefur þú talað við einhvern löglærðann um þetta ? Það er vissulega fnykur af þessu máli . Hvað með Neytendasamtökin , þau hafa stundum reynst mér vel , að vísu stundum líka illa ( eða lélega ) . En ert þú búinn að kveikja á kallinum ?

Hörður B Hjartarson, 17.3.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband