"Nauðungarsölu þjófnaður"

Sælt veri fólkið. Komst að því í gegnum annan aðila hvernig bankar stela heilu íbúðunum og húsunum af fólki. Fjölskylda lendir í miklum hremmingum og missir íbúð sína á nauðungar uppboð. Eiginmaðurinn hafði heyrt að eitthvað gruggugt gengi á, á þessum uppákomum. Hann biður því mágkonu sína að fara og bjóða á móti bankanum í íbúðina. Hún mætir og byrjar gjörningurinn á heljar brandara. Bankinn bíður 300 ÞÚSUND KR. sem fyrsta boð. Mágkonan missir andlitið af undrun. Svo að fólk átti sig á dæminu, var brunabótamat íbúðarinnar 29 MILLJÓNIR. Hún bauð miskunnarlaust á móti þjófunum og hætti ekki fyrr en upphæðin var orðin 18 MILLJÓNIR rúmar. Þar með hafði hún tryggt að eitthvað gengi upp í skuld fyrri eigenda. Hugsið dæmið, ef hún hefði ekki mætt, ætti bankinn íbúðina og 29 MILLJÓNA kröfu á skuldarann!!!!!! Hvað hafa bankar stundað þennan leik lengi? Engin krafa um lágmarks upphæð er til  staðar til að tryggja að eitthvað gangi upp í skuld þeirra sem lenda í þessum hörmungum. Þessar fjármálastofnanir eru varðar á alla kanta til að tryggja sem minnst tapið á meðan í lagi er að nauðga þeim sem verst standa. Og þegar þessir ræningjar drulla upp á bak, skal þjóðin borga. Hafa stjórnvöld gert eitthvað til að tryggja hag almennings fyrir þessum "löglega" þjófnaði? Ekki aldeilis, því "varðhundar" þessara stofnana safnast á þing. Haldið þið að þeir sleppi sjálfviljugir tökum á stólum sínum? Mér verður óglatt af rotnunarlyktini sem lyggur yfir landinu. Tími hreingerninga er löngu upp runnin. Sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband