"Tími til kominn"

Sælt veri fólkið. Alveg var yndislegt að hlusta á Siv Friðleyfsd. skíthrædda eftir háreystin á Alþingi í dag. Þar kom berlega í ljós hve "verndaður" vinnustaðurinn er við Austurvöll. Frammíköllin og hávaðinn er túlkaður af allskyns kjánum bæði hér á bloggsíðum og fylgendum aulanna ,sem neita að hlusta á fólkið í landinu, sem ÁRÁS OG OFBELDI!!!! Þetta var ekkert nema truflun á störfum alþingis. Aftur á móti var það "hreingerning" lögreglunnar sem fólk einblínir á. Þar þurftu þau að taka á mótmælendum svolítið hraustlega. Nú er greinilega tímabært að ráðamenn drullist til að hlusta á raddir fólksins. Annars koma þær bara inná gafl til þeirra. Fólk hefur lengi talað um kraumandi reiði í þjóðfélaginu en engin hefur enn séð það gerast sem fyrir löngu hefði sést t.d. í Evrópu. Undirlægjuhátturinn er greyptur í þjóðarsálina svo skömm er af. Við erum orðin samansafn af feitum og lötum aumingjum sem enga samstöðu geta sýnt. Sem betur fer er þó einhver kraftur eftir í því unga fólki sem hefur þó kjark og þor til að mótmæla af krafti milljarðaþjófnaðinum sem engin á að bera ábyrgð á. Jú, þau eiga að borga, ásamt okkur. Ef ráðamenn opna ekki eyrun, hlýtur fólkið að hjálpa þeim við það. Sæl að sinni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn

Sæll faðir kær,

Fann þig - og með því gerði ég mér grein fyrir því að ég hafi nú þegar heimsótt síðu þína án vitundar um að þú værir höfundurinn - vildi bara láta þig vita að ég er hér líka. Endilega kíkja á nýju færslu mína um mat mitt á - tja - kannski of mörgum hlutum í þjóðfélaginu í dag.

Kv,

Sonur

Óðinn, 10.12.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband