Og hver ræður vöxtunum?

Sælt veri fólkið. Enn sýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hreðjatakið sem hann hefur á íslenskri þjóð. Meðan vextir lækka allsstaðar í evrópu eru við pínd áfram með þessa glæpavexti. Þetta er vegna handónýts gjaldmiðils sem við höfum hangið með í gegnum árin. Hversu lengi á að verja þessi jöklabréf á okkar  kostnað? Við erum pínd vegna þess að krónan mun væntanlega hrynja til grunna ef hún verður ekki varin með þessum hætti. En hvað lengi? Núna skil ég Steingrím þegar hann sagði hreint út að hann vildi helst skila þessu bölvaða láni. Okkur mun blæða út í rólegheitum meðan lánadrottnarnir standa vörð um fjármagnið sem erlendir auðjöfrar voru blekktir til að kaupa. Það er helvíti hart að horfa uppá það að ríkisstjórn landsins fær engu um það ráðið hversu háir vextir eru í þessu landi. Sæl að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband