Kastljósið.

Sælt veri fólkið. Horfði á kastljósið núna áðan. Hefði svo sem ekki átt að kippa mér upp við nöturlega frétt um hegðan mestu glæpafyrirtækja þjóðarinnar. En það hreyfði svakalega við mér að horfa á föður tjá sig um viðureign sína við tryggingafélag eftir hörmulegt slys sem hann lenti í með börnum sínum tveimur. Ég hreinlega brjálaðist á að þurfa heyra það að þessi glæpafélög geti borgað nánast það sem þeim sýnist. Enda eru varðhundar og hluthafar þessara félaga inni á Alþing. Settar eru á okkur skyldutryggingar í bak og fyrir en samt þurfa þau ekki að borga nema brot af því sem þeir eiga að gera. Sett eru bara lög sem tryggja það að börn og fullorðnir eru dæmd til sárafátæktar þrátt fyrir að öll gjöld séu greidd. Er sammála föðurnum, sem á alla mína samúð, við þurfum að hætta öllum greiðslum til þjófa (mín orð). Hef sjálfur uppgötvað að bíl sem ég átti og missti vegna tjóns sem annar olli var hreinlega stolið og seldur aftur á götuna. Þeir voru búnir að dæma hann ónýtan og óviðgerðarhæfan. Fyrir tilviljun mætti ég bara bílnum í umferðinni. Kannaði málið, hann var ekki einu sinni skráður sem tjónabíll. Hvað er gert við þjófa og glæpamenn? Ég bara spyr. Sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Heyr, Heyr....við verðum að taka til á fjölmörgum stöðum....við megum ekki láta vaða yfir okkur svona....þetta er skömm!!!

http://hhbe.blog.is/blog/hhbe/entry/808607/

Haraldur Haraldsson, 19.2.2009 kl. 21:26

2 Smámynd: Hlédís

Barninu er ætlað um það bil eins mánaðar "laun" verstu bankaglæframanna Íslands í miskabætur eftir slys sem veldur 100% örorku. Hann gæti nefnilega "staðið betur" eftir slysið en áður, ef hann fengi alla þessa nánasarlegu bótaupphæð,  29 milljónir íslenskara króna!

Hlédís, 19.2.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband