19.2.2009 | 18:31
Hverjir bera ábyrgð á svona löggjöf?
Sælt veri fólkið. Horfi út um gluggann á sendibíl af stærstu gerð. Merktur GROLSCH bjórnum í bak og fyrir. Bílstjórinn hefur tekið upp á þeirri ósvífni að skammta okkur íbúum hálfan götu-botnlangann til afnota. Skapar stórhættu í götunni, blindar útkeyrslu af bílaplönum hér. Ég hafði samband við lögreglu og bað þá að ganga í málin. Hér rétt fyrir ofan eru sérstök stæði fyrir þessa bíla. Þeir hringja til baka núna áðan og tilkynna mér það að það megi ekki leggja svona trukkum í götuna EFTIR KL. 10 á kvöldin.??????? Sem sagt eftir að mestu umferðinni líkur. Hvaða erkifífl setja svona lög??? Börnin eru að leik um alla götu meðan á útivistatíma stendur og þá mega svona menn skapa mestu hættuna? Það eru bara 2 ár síðan að ég var hársbreidd frá að drepa 2 börn í einu er þau skutust fram undan svona trukk. Ég hugsaði með hryllingi til afleiðingana ef um 17-18 ára gutta hefði verið að ræða. Séð þá fara á ofsahraða hér um. Þá var gengið í málin og hann fjarlægður. En það er semsagt í lagi að úthluta veiðileyfum á börnin til kl. 10. Ég get með engu móti skilið svona löggjöf. Engin furða að maður sé farinn að hljóma sem fúll á móti. Sæl að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.