"Væll Íhaldsins."

Sælt veri fólkið. Alveg stór kostulegt hefur verið að fylgjast með væli og grenjum fallinna íhaldsmanna undanfarið. Þeir skrækja um ofsóknir og einelti sem vesalings Seðlabankastjórarnir "þeirra" þurfi að þola. HVAÐ ER MÁLIÐ??? Þessir þaulsetnu menn hafa fengið tækifæri á tækifæri ofan til að hunskast burtu úr stólum sínum með smá reisn allavega en verið of þrjóskir til að fatta það. Fyrst menn átta sig ekki á þessum möguleikum í stöðunni, neyðist vinnuveitandinn að sjálfsögðu til að sparka í rassgatið á svona kjánum. Þeir bókstaflega báðu um þetta sjálfir. Nú finnst mér að fjármálaráðherra ætti að loka straks á allar greiðslur til þessara manna og láta þá sækja sín mál í gegnum dómskerfið. Þá gæti þjóðin fylgst með af áhuga hverju þessir hátekjumenn eru tilbúnir að fórna fyrir þjóð sína. Þeir hafa hæst talað um að láglaunafólk mætti alls ekki hækka í launum, því þá myndi verðbólgan ægilega fara af stað. Hvað eru við að upplifa? Verðbólgan og hrunið kemur vegna auðmanna og hátekjufólks eins og þeirra sem neita að víkja með góðu. Það er gaman að hlusta á þetta lið grafa sér sína eigin pólitísku gröf. Sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Hvaða umboð hefur þessi stjórn til að reka seðlabankastjórana, eftir eigin hentugleika, og hreinsa til, úr því stjórn sem kosin var fyrir 1,5 ári með 65% þjóðarinnar kaus hafði ekki umboð til að gera sem henni fannst réttast? Nú er helmingur þeirrar stjórnar kominn aftur, og sú stjórn búin að ráða ´"bláókunnugt fólk" sem enginn bað um, í ráðherrastöður og hreinsanir hafnar. Hvaða rugl er þetta? 

Formaður stjórnar, hvort sem það er í Seðlabanka, eða öðrum stjórnum hefur orð fyrir stjórninni, en hann talar fyrir hönd allrar stjórnarinnar. Samkvæmt lögum um Seðlabanka, þá ber formanni bankastjórnar að tala fyrir hönd hennar, en fólk túlkar það sem svo að hinir 2 þori ekki að opna munninn! Í Seðlabankanum er bankaráð, skipað 7 mönnum (og 7 til vara), en bankaráð hefur eftirlit með starfsemi Seðlabankans. Bankastjórn hefur náið samráð við bankaráð um stefnumörkun og ákvarðanir í mikilvægum málum. Í bankaráði situr m.a. Ragnar Arnalds, gamall Alþýðubandalagsmaður, og Jón Sigurðsson varaformaður bankaráðs (þar til fyrir nokkrum dögum að ég held) og Valgerður Bjarnadóttir. 

Seðlabankastjórar eru skipaðir til 7 ára, svo misvitrir ráðherrar geti ekki rekið þá. Það er gert til að vernda þjóðina fyrir ráðherrum sínum. Komdu með ástæðu fyrir brottvikningu Davíðs. Bannað að koma með eitthvað ómálefnalegt eins og almennt óþol :). Ég get ekki annað en kallað þetta ofsóknir á hendur örfáum mönnum, og þær vekja með mér óhug, ég veit ekki með þig. Þetta er fólk eins og ég og þú.

Ninna (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Davíð Löve.

Sæl Ninna. Ef við eigum bara að nefna Davíð nafna minn skulum við byrja á hver það var sem barði í gegn lögin um 7 ára regluna. Davíð Oddson var það heillin. Hver varð síðan seðlabankastjóri í kjölfarið? Sjónvarpsviðtal sem kom okkur á hryðjuverkalista hjá Bretum? Galgopa yfirlýsing um að við myndum aldrey borga Ice Save reikningana. Davíð Oddson var það heillin. Spilaði að sjálfsögðu inní að stórfelldir fjármagnsflutningar hófust í kjölfarið frá íslenskum bönkum á Englandi. Síðast en ekki síst er það krafan um að FAGMENN stjórni mikilvægustu stofnunum landsins. Við lítum út eins og hálfvitar í augum erlendra aðila. Mér er slétt sama um pólitík þegar kemur að þessari kröfu. Fagmennska er eina krafan frá mér. Opinberar stofnanir eiga ekki undir NEINUM kringumstæðum að vera þægindadjobb fyrir afdankaða stjórnmálamenn. Sæl að sinni.

Davíð Löve., 3.2.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband