21.4.2009 | 20:20
Ráðlegging til íhaldsins.
Sælt veri fólkið. Ég ætla að leifa mér þá dirfsku að gefa íhaldinu gott ráð. Farið nú að þagna gott fólk. Það virðist allt verða ykkur að tjóni, þó sérstaklega þegar þið opnið munninn. Þið sökkvið dýpra og dýpra, í eigin heimi. Það er eðli kviksyndis að soga fastar eftir því sem spriklið er meira. Fullyrðingar og upphrópanir í allar áttir eru farnar að virka hjáróma. Eina manneskjan með viti virðist vera sú skapstóra Ríkharðsdóttir í Mosfellsbæ. Enda af frægu kyni af Skaganum. Nú er upprunnin stund þagnarinnar ef þessi flokkur á ekki að fara í 10% fylgi. (Eins og mér væri nú ekki slétt sama.) Sæl að sinni.
Athugasemdir
lega sammála . ;)
Hörður B Hjartarson, 21.4.2009 kl. 22:04
Harður í haus sem kjafti. Þú vilt greinilega stjórna því hverjir fá að tala
Halldór Jónsson, 21.4.2009 kl. 23:03
Halldór!
En það er morgunljóst að þetta er dagsatt , Ragnheiður er gullmolinn í FL
Hörður B Hjartarson, 21.4.2009 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.