Talar framsóknarflokkurinn einn um niðurfellingu?

Sælt veri fólkið. Er enn eitt kosninga trikkið á borði Framsóknar? Hvernig stendur á því að aðrir flokkar  taka ekki í mál að fella niður hluta skulda hjá fólki? Nú, við erum múlbundin AGS, sem gefur skít í hrun heimila. Eingöngu fjármálastofnunum skal bjarga, er þeirra mottó. Eru félagshyggju flokkarnir á móti þessu sanngirnis sjónarmiði? Hvur fjandinn er að gerast þegar meira að segja þeir ljá þessu ekki máls. Hvað með fólkið sem enn getur borgað, en horfir bjargarlaust á lán sín hækka um milljónir sem aldrei munu hverfa? Er það tilfellið að þeim finnist bara allt í lagi að fólk sjái afborganir lána sinna hækka upp úr öllu valdi? Sér er nú hver helvítis umhyggjan fyrir þjóð sem blæðir. Ég heimta skýringu á því hvað veldur þessum undirlægjuhætti gagnvart AGS. Það er lágmarkskrafa að skýr svör fáist og það straks. Ég veit eins og megnið af þjóðinni, að við tökum við gjaldþrota búi í boði íhaldsins, en öllu má nú of gera. Það er siðferðisleg skylda allra flokka að ráðast með hörku gegn þessu svakalegasta áfalli sem heimili íslenskrar þjóðar hafa orðið fyrir. Ekki vilja stjórnmálamenn færa vandamálið út á götur borga og bæja, EÐA HVAÐ? Sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég sem var að vonast til þess að aðrir flokkar færu að bjóða meiri afskriftir. Málið er að nokkrir eru farnir að taka undir þessa hugmynd þótt aðrir flokkar hafi ekki sett það á stefnuskrá. Formaður Sjálfstæðisflokks segir hugmyndina skoðunarverða VG vill breyta prósentuni í fasta tölu. En Samfylkingin finnst mér vilja halda sem fastast í óstandið þar til við samþykkjum Esb aðild.

Ég hef séð sterkasta viljan til að bæta ástandið hjá VG og Framsókn en ég er óvviss með Sjálfstæðisflokkinn. Samt tel ég að þessi hugmynd endi ofaná sem lausn úr vandanum. Vandamálið er bara hversu lengi við þurfum að bíða eftir því að þingmenn skilji.

Offari, 15.4.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband