19.3.2009 | 18:00
Skammastu til að þegja.
Sælt veri fólkið. Já, Vilhjálmur, þetta er ætlað þér. Þú og þínir nótar skulu bara vita að það verður ekkert þagað lengur yfir svona framferði eins og Grandi sýndi. Ef þú trúir því að fólk horfi þegjandi uppá að menn fái að halda áfram að moka undir eigið rassgat er það mikill misskilningur. Hvenær hleypti þjóðin þessum arðræningjum í fiskistofna okkar? Ekki gáfum við leyfið. Það var fámenn valdaklíka sem færði þessum andskotum kvótann upp í hendurnar og nú hafa þeir veðsett hann mörg ár fram í tímann. Andskotann hafa þeir með það að gera að hirða út fjármagn sem þjóðin á. Ætlar þú að voga þér að líkja Granda við venjulegt fyrirtæki? Þetta var gjöf frá einkavinum í stjórnmálum svo reyndu ekki bera þetta saman við fyrirtæki sem þurft hafa að byggja allt sitt frá grunni með nánast tvær hendur tómar. Það eru fyrirtæki sem enginn myndi voga sér að gagnrýna fyrir svona aðgerðir því eigendur þeirra ættu fyllilega skilið umbun eftir erfiðið. Sæl að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.