16.3.2009 | 12:35
Áróður tryggingafélaganna.
Sælt veri fólkið. Jæja, nú er lögverndaða sjálftökuliðið byrjað árlegan áróður sinn. Kastandi fram haugalyginni sem flestir eru löngu búnir að sjá í gegnum. Þetta er örugg vísbending á snarhækkað iðgjald svo við þurfum að bregðast harkalega við hyskinu. Við eru skylduð með lögum að greiða hinar ýmsu tryggingar og þar af leiðandi varnarlaus gegn þessum þjófnaði. Eða hvað??? Ef nógu stór hópur fólks ákveður að segja upp öllum tryggingum sínum og krefjast þess að hafa eitthvað með það að gera hvernig staðið er að iðgjalda "áskrift" tryggingafélaganna, hljóta þeir að þurfa að hugsa sinn gang. Búið er að fresta öllum launahækkunum til almennings en blóðsugurnar ætla sér greinilega að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Sjáið framkomuna hjá Granda t.d. Þetta lið ætlar sér alls ekki að taka þótt í endurreisn landsins. Græðgin er öllu yfirsterkari svo það dæmist á okkur að taka af skarið. Við verðum að standa vaktina og ekki láta þessar óværur komast upp með svona framkomu. Látum milljarðafyrirtækin ekki komast upp með neitt múður. NÚ SKAL JAFNT YFIR ALLA GANGA. Sæl að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.