4.2.2009 | 23:30
Kunna ekki að skammast sín.
Sælt veri fólkið. Hvernig er það? Þurfum við ekki að fara að taka upp hýðingar aftur? Ég er kominn með upp í kok að hlusta á íhaldsmenn tala eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir ræfildóminn fyrir hrun. Þeir hafa hvítþvegið sjálfa sig af öllum syndum. Heilaþvotturinn er eins og hjá alkóhólsjúku fólki. Ósvífnin er slík að krakkaormar sem sýndu annað eins voru hýddir hér áður fyrr. Hvernig getur fólk drepið samvisku sýna án þess að blikna? Eru þeir búnir að velta sér of lengi í vellistingum þýfisins? Spyr hér algjörlega gáttaðu maður.
Athugasemdir
Það er von þú spyrjir. Hver skilur þetta?
Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:37
Sammála þér í einu og öllu.Sjálfstæðismenn eru svo ósvífnir að þeir skammast sín ekkert fyrir hvernig er komið fyrir okkar samfélagi. Það þyrfti hýðingar við, til þess að fá þá til að líta aðeins í eigin barm og átta sig á hvaða ósköp þeir hafa leitt yfir þjóðina.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.