26.1.2009 | 00:18
Fylgishrun Samfylkingar.
Sælt veri fólkið. Hef fylgst af aðdáun með mótmælum fólks undanfarið. Sérlega ánægður með framgöngu þeirra sem fordæma ofbeldi, grjótkasti að lögreglu sérstaklega. En að öðru. Mér hefur þótt með ólíkindum hvað Ingibjörg hefur sýnt mikla linkind vegna stjórnarsetu með íhaldinu. Það er fyrst núna, þegar hún neyðist til að horfa upp á fylgishrun flokksins, sem eitthvað á að gerast á stjórnarheimilinu. Þrjóskan ein hefur skinið út úr andlitum þeirra beggja, Geirs og Ingibjargar. Þau hafa þverskallast við því að þetta er löngu tapað spil og hafa leikið eitthvað þrátefli þrátt fyrir fjölda mótmæli hins almenna borgara. Grátlegt er að horfa uppá fylgismenn íhaldsins reyna með öllum ráðum að brennimerkja alla mótmælendur sem fylgismenn Vinsti grænna. Þetta sýnir algjört skipbrot þeirra sjálfra og lýsir best gjaldþroti heilabús þeirra. Gamlar kaldastríðs lummur eru grafnar upp og notaðar óspart. Ef þú mótmælir ertu KOMMI!!!! Þetta vekur hjá mér skrítna hugsun. Var ég þá allan tímann hálfviti að hafa ekki kosið komma helvítin???? Því þetta fólk sem hefur sýnt fádæma vilja í gegnum öll mótmælin, hefur opinberlega gefið út þá yfirlýsingu að það láti ekki taka sig í ósmurt, þið vitið. Pólitíkusar skulu bara athuga það, að þeir eru þarna vegna okkar atkvæða. Ráðist hefur verið gegn valdaklíkunum sem löngu voru farnar að trúa því að við værum þeirra þrælar. Sukkum bara með almannafé, þrælarnir borga. En nú skulu þeir halda vöku sinn, því þjóðin er farin að sýna klærnar. Ég er stoltur af þessari nýju vakningu hjá fólki. Loksins út úr kaffistofu vælinu og út á torg. Glæsilegt. Sæl að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.