8.12.2008 | 21:11
"Tími til kominn"
Sælt veri fólkið. Alveg var yndislegt að hlusta á Siv Friðleyfsd. skíthrædda eftir háreystin á Alþingi í dag. Þar kom berlega í ljós hve "verndaður" vinnustaðurinn er við Austurvöll. Frammíköllin og hávaðinn er túlkaður af allskyns kjánum bæði hér á bloggsíðum og fylgendum aulanna ,sem neita að hlusta á fólkið í landinu, sem ÁRÁS OG OFBELDI!!!! Þetta var ekkert nema truflun á störfum alþingis. Aftur á móti var það "hreingerning" lögreglunnar sem fólk einblínir á. Þar þurftu þau að taka á mótmælendum svolítið hraustlega. Nú er greinilega tímabært að ráðamenn drullist til að hlusta á raddir fólksins. Annars koma þær bara inná gafl til þeirra. Fólk hefur lengi talað um kraumandi reiði í þjóðfélaginu en engin hefur enn séð það gerast sem fyrir löngu hefði sést t.d. í Evrópu. Undirlægjuhátturinn er greyptur í þjóðarsálina svo skömm er af. Við erum orðin samansafn af feitum og lötum aumingjum sem enga samstöðu geta sýnt. Sem betur fer er þó einhver kraftur eftir í því unga fólki sem hefur þó kjark og þor til að mótmæla af krafti milljarðaþjófnaðinum sem engin á að bera ábyrgð á. Jú, þau eiga að borga, ásamt okkur. Ef ráðamenn opna ekki eyrun, hlýtur fólkið að hjálpa þeim við það. Sæl að sinni.
Athugasemdir
Sæll faðir kær,
Fann þig - og með því gerði ég mér grein fyrir því að ég hafi nú þegar heimsótt síðu þína án vitundar um að þú værir höfundurinn - vildi bara láta þig vita að ég er hér líka. Endilega kíkja á nýju færslu mína um mat mitt á - tja - kannski of mörgum hlutum í þjóðfélaginu í dag.
Kv,
Sonur
Óðinn, 10.12.2008 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.