Rotið réttarkerfi!

Sælt veri fólkið. Enn og aftur fáum við sannanir fyrir því að ekki eru allir jafnir fyrir lögunum. Lögregla fer fram á gæsluvarðhald yfir forstöðumanni verðbréfafyrirtækis en dómari hafnar þeirri beiðni! Milljóna auðgunarbrot hefur átt sér stað en greinilega er kippt í spotta úr einhverri rottuholunni. Það sést vel á þessu að skipulega hefur tekist að raða "vinum" inn í réttarkerfið. Hverja skyldi hann umgangast? Ef um "venjulegann" mann væri að ræða, hvar væri hann þá? Lokaður inni að sjálfsögðu. Nú skulum við fylgjast vel með, hverjir verða lokaðir inni og hverjir ekki. Bónusflaggarinn var sóttur inn á Alþingi vegna eldri mótmæla, en þessi maður gengur um og hlær framan í lögregluna. Eigum við að bera virðingu fyrir réttarkerfinu? Spyr sá sem kominn er með upp í kok vegna rotins kerfis. Sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband