21.11.2008 | 21:17
Nýtt framboð!
Sælt veri fólkið. Mér sýnist á öllu að nú sé tími kominn á að þjóðin sameinist um nýtt framboð. Það mun aldrei gróa um heilt á meðan þessar klíkur, sem lagt hafa undir sig stjórnkerfið, ráða ferðinni. ALLIR virðast vera undir sama hattinn settir, standa vörð um eigin hagsmuni. Það eina sem virðist vera í stöðunni er að fá FAGMENN á öllum sviðum þjóðfélagsins til að taka sæti á nýjum lista. ALGJÖRT skilyrði væri, að viðkomandi hefði ekki verið virkur í stjórnmálaflokki eða INNVÍGÐUR skuggabaldur í framapoti. Ef þjóðinni stæði til boða þetta val, trúi ég því að fólk myndi flykkjast til liðs við hið nýja framboð. Aðeins þeir heilaþvegnu myndu hanga og falla með gömlu klíkuflokkunum. Völdunum munu þeir aldrei sleppa nema með hörðu. Aðalstefnumál hins nýja framboðs yrði að Hreinsa allar rotturnar út úr holunum og koma á opnum og fagmannlegum vinnubrögðum í ríkisbákninu. Freistandi, ekki satt? Sæl að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.