Peningaþvætti?

Sælt veri fólkið. Ég er farinn að trúa því sem Danir sögðu um okkur, að hér hefði örugglega stórfellt peningaþvætti farið fram í bönkum landsins. Undanfarin ár hef ég ítrekað heyrt frásögur fólks af skrítnum peningafærslum á bankareikningum þeirra. Þar höfðu bírst upphæðir sem eigendur könnuðust ekkert við en höfðu svo horfið þegar spurst var fyrir um þær. Alltaf voru sömu svörin viðhöfð, ÚPPS ÞETTA VORU MISTÖK. En það keyrði nú um þverbak, þegar kona sem á lítið gjafavörufyrirtæki og stóð þar af leiðandi í innflutningi, fór inn á reikning sinn og uppgötvaði sér til undrunar, að hún var orðinn milljarðamæringur. Allt í einu átti hún MILLJARÐ! Þetta var eftir lokun, svo hún varð að bíða til næsta dags eftir upplýsingum. Morguninn eftir var þessi milljarður horfinn og hvaða svör fékk hún? Jú jú, ÚPPS MISTÖK! Mistök my ass. Hver klúðrar milljarði inná rangan reikning? Ég spyr, er virkilega hægt að fara inná hvaða reikning sem er og nota hann til glæpastarfsemi? Þetta þýðir bara eitt. Starfsmenn bankanna hafa allar þær upplýsingar sem þeir þurfa á að halda. Þar liggur hundurinn grafinn. Eru fleiri sem hafa upplýsingar um svona bankafærslur? Gaman væri að heyra frá þeim. Sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband