10.11.2008 | 21:02
"Verkalýðsforingjar"
Sælt veri fólkið. Ég hef undanfarið verið að hlusta á verkalýðsforingja landsins koma fram og ræða ástandið í landinu. Önnur eins prumphænsni hef ég ekki augum litið, að undanskildum "leiðtogum" þessa lands. Hvað í andskotanum hefur gerst innan þessa félaga? Á ég að trúa því að þar finnist hvergi menn með bein í nefinu lengur? Það er eins og að horfa á klónaða stjórnmálamenn þegar þeir birtast. Ég skil mæta vel afhverju fólki fer fjölgandi á Austurvelli hverja helgi. Þegar þessir herrar mæta til að tjá sig, hafa þeir ekki einu sinni dug í sér til að hvetja sitt fólk til dáða, heldur hljóma þeir eins og strengjabrúður stjórnarherrana. Þeir eru gengnir í lið með atvinnurekendum og ætlast enn einu sinni til að fólk láti taka sig í rassgatið ósmurt. Almenningur gefur greinilega skít í þessa blessuðu forystumenn sína, því þeir sjást hvergi nærri mótmælum. Það er greinilega að myndast öflug hreyfing hins almenna borgara í landinu, hreyfing sem vill hreinsa út úr greninu. Ég sendi öllum baráttukveðjur og vona að mótmælin fari ekki úr böndunum vegna nokkurra Jókera með fána. Fyndið samt. Sæl að sinni.
Athugasemdir
Verkalýðforingjar eru Aumingjar
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.