7.11.2008 | 14:17
VISA þjófar.
Sælt veri fólkið. Mig langar aðeins að ræða hér starfsaðferðir kreditkorta fyrirtækisins VISA. Þannig er að ég og betri helmingurinn höfum undanfarin 8 ár verið að greiða í lífeyris og líftryggingasjóð Axa Sun Life. Hefur upphæðin verið þetta í kringum 13000 kr. á mánuði. Á sinum tima var okkur sagt að best væri að greiða þessa upphæð í gegnum VISA reikning. Gott og vel, þetta hefur gengið vel í þennan tíma en nú eru horfur á því að þetta glæpa fyrirtæki, þ.e.a.s. VISA, sé að leggja áframhaldandi veru okkar í sjóðnum í rúst. Við gerðum samning við Sun Life til 20 ára og ef við létum innistæðuna óhreyfða í minnst 10 ár, gætum við tekið út af sjóðnum án þess að bera skaða af (vexti og kostnað) Opinbert gengi pundsins í dag er 202 kr. og reiknuðum við með hækkunum sem því næmi. En það var nú öðru nær. Okkur berst allt í einu yfirlit um að VISA þjófarnir hefðu tekið 25000 rúmar fyrir síðustu greiðslu. Kemur þar fram að þau selji okkur pundið á 291 krónu!!!! ER ÞETTA HYSKI EKKI MEÐ ÖLLUM MJALLA? Var ekki talað um samstöðu og hófsemi í svona málum. ÞETTA ER SAMA VERÐ OG GRÓÐAPUNGARNIR Á NETINU ERU AÐ REYNA AÐ SELJA PUNDIÐ Á. Hver veitir þeim heimild til að okra svona miskunnarlaust á fólki? Þetta þýðir aðeins eitt fyrir okkur. Við neyðumst til að hætta þáttöku í sjóðnum. Með þessari framkomu hafa þau rústað framtíðar áætlunum okkar, að reyna að þrauka ellina. Þau hafa líka valdið okkur stórtjóni fjárhagslega því ef við stöðvum núna greiðslur, höfum við fyrirgert samningi okkar við lífeyrissjóðinn. Þetta eru kveðjurnar sem þetta skítafyrirtæki er að senda út í samfélagið. OKKUR VERÐUR NAUÐGAÐ ENDALAUST. Það er löngu orðið tímabært að grípa til okkar ráða. Sæl að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.