Bullið um Nýtt Ísland.

Sælt veri fólkið. Ég hef verið að velta fyrir mér bullinu sem ausið er yfir okkur um nýtt Ísland. Finnst fólki það líklegt að þeir aðilar sem svömluðu sofandi fram af hengifluginu séu færir um það? Ég sé allavega sömu varðhunda stórgróða fyrirtækjana sitja við völd. Trúir því einhver heilvita maður að þessir aðilar hugsi ekki fyrst og fremst um eigið skinn? Eigendur og stjórnendur olíu og tryggingafyrirtækja munu aldrei gefa einn aur til þjóðarinnar. Ég bíð í ofvæni eftir risahækkunum hjá td. tryggingfyrirtækjum næsta tímabil. Hver verða rökin? Man einhver eftir því þegar þau vældu sem hæst út af fjölgun tjóna í umferðinni? Man einhver eftir því þegar þau þögðu þunnu hljóði straks árið eftir þegar tjónum snarfækkaði? Sömu varðhundarnir eru við stjórnvölinn og þá. Eiginhagsmuna potarar eru við völd og munu verða áfram þar sem þjóðin hefur gefið stjórnmálaflokkum atkvæði sín árum saman. Engin breyting mun verða fyrr en stórfelld hugarfarsbreyting verður hjá kjósendum. Kjósendur verða að fara að læra að nota atkvæði sin sem refsivönd yfir þeim flokkum sem í boði eru. Gildir einu hvaða flokk um ræðir, ef sá flokkur sem kjósandi velur stendur sig ekki, refsar hann honum að 4 árum liðnum. Þetta er hið virka lýðræði í hnotskurn. Við getum ekki farið fram á breytingar nema standa að þeim sjálf.                                                                                    Sæl að sinni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband