Undir teppið?

Sælt veri fólkið. Mér var illa brugðið er ég las um hver ætti að leiða rannsókn Innra eftirlits Landsbankans. Fyrrum starfsmaður Ice-Safe sjóðsins!!!!!!!!!!! Hann á sem sagt að rannsaka sjálfan sig. Hvað eru stjórnmálamenn að hugsa??? Mér féllust hreinlega hendur yfir þessum heimskupörum. Vita þeir ekki að með þessum gjörningi hafa þeir gefið út veiðileyfi á sjálfa sig í formi samsæriskenninga og söguburðar? Tökum dæmi. Hverja eru þeir að vernda innan kerfisins? Á að fela hneyksli? Hvaða stóru nöfn eru þeir að vernda? Allir vita að pólitíkusar hafa sogað sig fasta jötuna. Stjórnarmenn stórgróða fyrirtækja eru í stjórnmálum. Á að mata almenning með ritskoðuðum smáskömmtum? Þið hafið farið fram á að þjóðin skuli standa saman. En með einskærum klaufaskap (ætla ég að vona) hafið þið hellt olíu á eldinn. Enn kraumar reiði, svo nú er eins gott að stjórnmálamenn hafi hraðar hendur og leiðrétti þetta STRAKS. Nóg er komið af titringi í þjóðfélaginu.                                                                    Sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband