9.10.2008 | 00:41
Hjarðdýrahegðun.
Sælt veri fólkið. Ég hef verið að fylgjast með hegðun fólks undanfarna daga, í skugga þeirra atburða sem dunið hafa á okkur. Það er með ólíkindum hvernig æðið hefur runnið á mannskapinn við lýgilegustu flökkusögur og fullyrðinga úr öllum hornum. Hegðunin minnir óneitanlega á það sem Kaninn kallar "Stampeed". Það er nokkuð sem gerist er nautgripahjörð tryllist og æðir stjórnlaust áfram. Endar jafnvel fram af bjargbrún hver einasta skepna. Ballið byrjaði um helgina, eftir að Guðmundur í Bónus talaði um matarskort. Ég veltist um af hlátri þegar hann hélt þessari dellu fram. MATARSKORTUR??? Á Íslandi árið 2008? Var þetta atriði úr Spaugstofuni? En ég var gráti nær, er ég frétti af fólki að hamstra mat. Nei, hugsaði ég, þetta hljóta að vera fáeinar hræður sem láta glepjast af svona bulli. Ekki aldeilis. Fjöldi fólks var að strauja út af greiðslukortum sínum háar upphæðir fyrir mat, sem nóg er til af. Hvílíkt snilldar sölubragð. Nú hlaut botninum að vera náð í heimskuni. En nei. Ég kíkti inn á bloggsíður á mánudagskveldið og hvað sé ég. Fjöldinn allur af kjánum að dreifa enn einni flökkusöguni. Nú skildi eldsneytisverð hækka svo hrikalega, að annað eins hafði ekki sést. Og hvað gerist? Hjörðin af stað aftur í biðraðir, til þess eins að færa olíufurstunum milljónir í vasann. Og það án þess að þeir þyrftu að lyfta litlafingri. Allir vita hvað gerðist daginn eftir. Hverjir skildu nú hafa komið þessari sögu af stað??? Er eitthvað að róast? Nei, heimskan heldur áfram alveg sama hvað. Í dag, miðvikudag, kemur enn ein sagan!!!!!!!! Nú eru peningarnir að verða uppurnir. Og? Hjörðin af stað. HALLÓ!!!!!! Teljum við okkur ekki vera viti borna menn???? STOPP.STOPP. STOPP. Ætlar fólk ekki að fara að nota HEILANN. Nú eru grínarar að hugsa upp góðar sögur til að láta kjánana hlaupa. Það er 1 APRÍL hvern einasta dag. Reynið, í guðs bænum, að sýna að þið hafið smá forskot á nautgripi og önnur hjarðdýr. SÆL AÐ SINNI.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.