5.7.2011 | 19:38
Og þjófarnir brosa!
Samkvæmt þessu skulum við láta algerlega afskiptalaust þegar slys ber að höndum! Nú verður harður árekstur, það kviknar í bílnum og bílstjóri er meðvitundarlaus við stýrið! Þú sérð möguleika á því að geta dregið hann út úr bílnum en munt örugglega hljóta einhver brunasár! Það liggur í augum uppi samkvæmt þessum dómi, að þar sem þú munnt missa úr vinnu og hljóta einhver lýti eftir brunann, borgi sig frekar að horfa á bílstjórann stikna í bíl sínum frekar en þurfa að bera tjón þitt sjálfur. Þjófafyrirtækin sem eru áskrifendur að peningum okkar í gegnum skyldutryggingar, lögvarðar af hyski sem kalla sig stjórnvöld og vernduð af sama hyskinu innan dómskerfisins, greiða ekki krónu frekar en fyrri daginn og komast upp með það! "Látið helvítin frekar drepast" eru skilaboð þeirra! Hvernig er það? Á ekki að koma ákvæði inn í stjórnarskrá þessa lands, að borgurum sé það leyfilegt og skylt að hrista af sér einskisnýt og þjóðarskemmandi yfirvöld? Og það utan kosninga? Sæl að sinni!
Fær ekki bætur fyrir að hjálpa vinnufélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.