Færsluflokkur: Bloggar

Ekki hissa.

Sælt veri fólkið. Ég ætla rétt að vona að fréttir þær um afskrifaðar skuldir milljónamæringanna, sem mergsogið hafa bankakerfið, séu ekki sannar. Því ef svo er, mega þeir hinir sömu flýja land. Ef fjármálaráðherrann hrokafulli hefur gefið grænt ljós á þessar aðgerðir, skal hann fara sömu leið. Þetta er dropinn sem mun fylla mælinn. Ef hægt er að henda sprengju út í þjóðfélagið, þá er þetta hún. Ef embættismenn geta sýnt svona heimsku, hljóta þeir að þurfa að segja af sér undantekningarlaust. Það er beinlínis stórhættulegt íslenskri þjóð að hafa svona heimskingja við völd. Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki raunin, en eins og ég hef sagt áður, megum við ekki láta þá aðila sem komu okkur á kaldann klaka, moka yfir eigin skít. Sæl að sinni.

Hræsni!!

Sælt veri fólkið. Mikið óskaplega fór Þorgerður Katrín í taugarnar á mér í þættinum Mannamál í kveld. Hljómaði vel þegar hún talaði um Evru og ESB en sökkti sér til botns þegar hún var að tala um að við íslendingar værum stolt og þrjósk þjóð sem myndi standa þetta ástand af sér. Í hvert sinn sem ég hlusta á þetta lið sem aldrei hafur verið blankt, við að missa ofan af sér húsnæði, misst vinnuna eða uppllifað óöryggið í svona ástandi, verður mér flökurt. Skoðið bara lúxusinn í kringum þetta lið og dæmið svo. Ég frábið mér því að þurfa að hlusta svona "hughreystingar" frá þessu liði. Hafið vit á því að steinþegja. Hræsnin lekur af ykkur þegar þið standið fyrir utan lúxusinn og setjið upp raunarsvip. Hvernig á venjulegt fólk að standa af sér atvinnuleysið og gjaldþrot heimila með æðruleysi? Eru þau til í að skipta við okkur þó ekki væri nema í 1 ár eða svo? 

Níðingar?

Sælt veri fólkið. Mér var algerlega ofboðið er ég las frásögn aðila hér á blogginu. Þar fjallaði viðkomandi um siðblindingjana hjá þekktu innheimtufyrirtæki hér í borginni. Fyrirtæki eitt hefur látið þá sjá um innheimtu skulda, sem er í sjálfu sér eðlilegt. Fulltrúi rukkarana býður fyrirtækinu allt í einu flýtimeðferð innheimtu?????? Allt í einu geta þeir tekið sér það vald að innheimta dráttarvexti fyrr en venjulega og síðan veitt fólki náðarhöggið á mettíma. Hver veitir þessum níðingum þetta vald? Hvar er hægt að ná í rassgatið á þeim djöflum???? Sem betur fer svaraði viðkomandi því til að svona framkoma væri siðspilling af verstu sort og hafnaði þessu boði. Á svona stundu ætti  að sína skilning á erfiðleikum fólks. Ég tek hatt minn ofan fyrir svona mönnum og veit að þeir munu sofa betur á næturnar. Við hrææturnar  segi ég þetta, hafið hemil á græðgini. Ef þið lítið á þessar hörmungar sem uppgrip í vinnu ykkar, má guð hjálpa ykkur. Svona framkoma mun alltaf koma í bakið á ykkur. Sparkið ekki í liggjandi menn, það endar með því að þeir bíta frá sér. Sæl að sinn. 

Kosningar eini kosturinn?

Sælt veri fólkið. Er búinn að fylgjast með af áhuga undanfarið. Mín skoðun, eftir allt sem á undan er gengið, er sú að Samfylkingin verði að slíta stjórnar samstarfinu nú þegar. Undir engum kringumstæðum má láta Sjálfstæðisflokkinn moka yfir skítinn eftir sig og Framsóknarflokkinn. Undanfarna áratugi hafa þessir flokkar hlaðið undir sig sína og því lengur sem þeir fá að veltast um í óreiðuni sem nú er ríkjandi ná þeir að bíta sig fastar á jötuna. Framsókn má alls ekki komast að, því þeir voru lengst af undirsátar Sjálfstæðisflokksins. Ef við viljum nýja sýn á þjóðfélag okkar, verða Vinstri grænir að fá tækifærið ( þetta hélt ég að aldrei myndi koma frá mér) í samstarfi með Samfylkingu og jafnvel Frjálslyndir. Það munu engar nýjar áherslur birtast meðan núverandi stjórn er við völd. Þá er það stóra spurningin? Munu Vinstri grænir geta fyrirgefið Samfylkingu brotthlaupið úr stjórnarandstöðu samvinnuni fyrir kosningar? Vonandi. Af hverju látum við ekki reyna á þetta samstarf, þó ekki væri nema í 4 ár? Ef þeir standa sig ekki, getum við hent þeim út eftir kjörtímabilið. Í guðs bænum farið svo ekki að tala um að allt færi í rúst. Búum við ekki hvort sem er við "stríðsástand" nú þegar? Alveg þess virði að reyna þetta, ekki satt? Sæl að sinni. 

ÆÆÆ!

Hvað gerðist í færsluni?????

Frábært.

Sælt veri fólkið. Ég verð að koma á framfæri alveg magnaðri lýsingu ástandsins á landi voru. Ég veit ekki með ykkur, en ég var fyrst að sjá þetta á heimasíðu Baggalútsmanna núna. Ég vill endilega henda þessu inn í umræðuna, því flottari lýsingu er varla hægt að finna.                                                                                                                                                                                                                                                           ÞJÓÐNÝTING.                                                                                                                                                                   

                            Á lítilli eyju við heimskautarhjara                                                                                                           býr heimakær, vansvefta, auðtrúa þjóð.                                                                                               Hún leit upp til ráðsmanna loðinna svara                                                                                               sem loforðum öfugt í kok hennar tróð.

                            Þeir níddust á trausti og trúgirni okkar,                                                                                                 táldrógu sannlega helvítis til.                                                                                                               og allt sem þeir gerðu, þeir gordrullusokkar,                                                                                         gerðu þeir flottræflum sínum í vil.

                             En frelsið er háðara boðum og bönnum                                                                                                 en bláeygðir frjálshugar ímynda sér.                                                                                                    Þjóð mín var notuð af nýríkum mönnum                                                                                                og nauðgað af útrásar víkinga her.                                                                                                                                                                                                                                         Ég verð að segja að höfundur þessar kveðskapar er algjör snillingur en því miður er hann ekki tilgreindur. Oft ratast kjöftugum satt orð í munn. Sæl að sinni.                                                                                        


Bullið um Nýtt Ísland.

Sælt veri fólkið. Ég hef verið að velta fyrir mér bullinu sem ausið er yfir okkur um nýtt Ísland. Finnst fólki það líklegt að þeir aðilar sem svömluðu sofandi fram af hengifluginu séu færir um það? Ég sé allavega sömu varðhunda stórgróða fyrirtækjana sitja við völd. Trúir því einhver heilvita maður að þessir aðilar hugsi ekki fyrst og fremst um eigið skinn? Eigendur og stjórnendur olíu og tryggingafyrirtækja munu aldrei gefa einn aur til þjóðarinnar. Ég bíð í ofvæni eftir risahækkunum hjá td. tryggingfyrirtækjum næsta tímabil. Hver verða rökin? Man einhver eftir því þegar þau vældu sem hæst út af fjölgun tjóna í umferðinni? Man einhver eftir því þegar þau þögðu þunnu hljóði straks árið eftir þegar tjónum snarfækkaði? Sömu varðhundarnir eru við stjórnvölinn og þá. Eiginhagsmuna potarar eru við völd og munu verða áfram þar sem þjóðin hefur gefið stjórnmálaflokkum atkvæði sín árum saman. Engin breyting mun verða fyrr en stórfelld hugarfarsbreyting verður hjá kjósendum. Kjósendur verða að fara að læra að nota atkvæði sin sem refsivönd yfir þeim flokkum sem í boði eru. Gildir einu hvaða flokk um ræðir, ef sá flokkur sem kjósandi velur stendur sig ekki, refsar hann honum að 4 árum liðnum. Þetta er hið virka lýðræði í hnotskurn. Við getum ekki farið fram á breytingar nema standa að þeim sjálf.                                                                                    Sæl að sinni. 

Viðvörun!!!

Sælt veri fólkið. Ég vil gjarnan koma viðvörun hér á framfæri. Vinnuveitandi minn fékk fyrr í vikunni frekar óþægilega upphringingu. Var þar eiginkona hans í símanum sem tjáði honum að sonur þeirra hjóna, ungur að árum, hefði sloppið naumlega frá dauða. Hann hafði hjólað niður á Smáratorg og var móðirin að sækja hann þangað á bíl sínum. Beið hann fyrir framan Toys´r Us leikfangaverslunina og lagði hún bílnum fyrir framan verslunina. Þegar hún er að koma reiðhjólinu fyrir í skottinu, heyra þau háværan smell fyrir ofan höfuð þeirra. Líta þau upp og sjá eina af níðþungum glerplötunum, sem notaðar eru sem klæðning utan á turninum, koma í frjálsu falli yfir þau. (Sjá má sárið á turninum fast upp við skiltið.) Lendir glerið nánast við hælana á drengnum og splundrast þar í allar áttir. Skarst hann víða um líkamann, en sem betur fer grunnum sárum. Konan slapp, en bíllinn skaddaðist töluvert. Það virðist sem ekki sé um öryggisgler að ræða heldur hert gler sem er allt annar handleggur. Nú spyr ég, hvers vegna sást hvergi á þetta minnst í dagblöðum né annarsstaðar? Fólk verður að fá að vita af því að líf þeirra er í stórhættu í nánd við þetta turn ferlíki. Ég var staddur þarna áðan og sá að vantaði annað gler í klæðninguna, nær McDonalds búlluni. Féll hún líka niður? Hverjir geta falið þetta svona þegar um þetta mikla hættu er að ræða? Spyr sá sem ekki veit. Minnir þetta óneitanlega á flísaregnið í Skuggahverfinu fræga. Það er ekkert sem tekur fallið af glerinu annað en gangstéttin og fólkið þarna undir. Ef þetta er ekki glæpsamleg vanræksla, að aðvara ekki fólkið, þá veit ég ekki hvað það er.                                                                                                        Sæl að sinni.

Undir teppið?

Sælt veri fólkið. Mér var illa brugðið er ég las um hver ætti að leiða rannsókn Innra eftirlits Landsbankans. Fyrrum starfsmaður Ice-Safe sjóðsins!!!!!!!!!!! Hann á sem sagt að rannsaka sjálfan sig. Hvað eru stjórnmálamenn að hugsa??? Mér féllust hreinlega hendur yfir þessum heimskupörum. Vita þeir ekki að með þessum gjörningi hafa þeir gefið út veiðileyfi á sjálfa sig í formi samsæriskenninga og söguburðar? Tökum dæmi. Hverja eru þeir að vernda innan kerfisins? Á að fela hneyksli? Hvaða stóru nöfn eru þeir að vernda? Allir vita að pólitíkusar hafa sogað sig fasta jötuna. Stjórnarmenn stórgróða fyrirtækja eru í stjórnmálum. Á að mata almenning með ritskoðuðum smáskömmtum? Þið hafið farið fram á að þjóðin skuli standa saman. En með einskærum klaufaskap (ætla ég að vona) hafið þið hellt olíu á eldinn. Enn kraumar reiði, svo nú er eins gott að stjórnmálamenn hafi hraðar hendur og leiðrétti þetta STRAKS. Nóg er komið af titringi í þjóðfélaginu.                                                                    Sæl að sinni.

Hjarðdýrahegðun.

Sælt veri fólkið. Ég hef verið að fylgjast með hegðun fólks undanfarna daga, í skugga þeirra atburða sem dunið hafa á okkur. Það er með ólíkindum hvernig æðið hefur runnið á mannskapinn við lýgilegustu flökkusögur og fullyrðinga úr öllum hornum. Hegðunin minnir óneitanlega á það sem Kaninn kallar "Stampeed". Það er nokkuð sem gerist er nautgripahjörð tryllist og æðir stjórnlaust áfram. Endar jafnvel fram af bjargbrún hver einasta skepna. Ballið byrjaði um helgina, eftir að Guðmundur í Bónus talaði um matarskort. Ég veltist um af hlátri þegar hann hélt þessari dellu fram. MATARSKORTUR??? Á Íslandi árið 2008? Var þetta atriði úr Spaugstofuni? En ég var gráti nær, er ég frétti af fólki að hamstra mat. Nei, hugsaði ég, þetta hljóta að vera fáeinar hræður sem láta glepjast af svona bulli. Ekki aldeilis. Fjöldi fólks var að strauja út af greiðslukortum sínum háar upphæðir fyrir mat, sem nóg er til af. Hvílíkt snilldar sölubragð. Nú hlaut botninum að vera náð í heimskuni. En nei. Ég kíkti inn á bloggsíður á mánudagskveldið og hvað sé ég. Fjöldinn allur af kjánum að dreifa enn einni flökkusöguni. Nú skildi eldsneytisverð hækka svo hrikalega, að annað eins hafði ekki sést. Og hvað gerist? Hjörðin af stað aftur í biðraðir, til þess eins að færa olíufurstunum milljónir í vasann. Og það án þess að þeir þyrftu að lyfta litlafingri. Allir vita hvað gerðist daginn eftir. Hverjir skildu nú hafa komið þessari sögu af stað??? Er eitthvað að róast? Nei, heimskan heldur áfram alveg sama hvað. Í dag, miðvikudag, kemur enn ein sagan!!!!!!!! Nú eru peningarnir að verða uppurnir. Og? Hjörðin af stað. HALLÓ!!!!!! Teljum við okkur ekki vera viti borna menn???? STOPP.STOPP. STOPP. Ætlar fólk ekki að fara að nota HEILANN. Nú eru grínarar að hugsa upp góðar sögur til að láta kjánana hlaupa. Það er 1 APRÍL hvern einasta dag. Reynið, í guðs bænum, að sýna að þið hafið smá forskot á nautgripi og önnur hjarðdýr.                                                          SÆL AÐ SINNI.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband