Tryggingafélög hljóta að boða lækkun!!!!

Sælt veri fólkið. Nú gleðst ég óendanlega yfir stórkostlegum fréttum. Slysum hefur fækkað, banaslysum einnig. Nú bíð ég spenntur eftir tilkynningu tryggingafélaganna, sem arðrænt hafa fólkið í áratugi, um væna lækkun á iðgjöldum okkar. Aðal afsökun hækkana þeirra í gegnum árin hefur verið vegna fjölgana slysa. Nú liggur í augum uppi að svigrúm gefst til lækkana. Eða hvað? Ætla þau kannski að halda áfram þjófnaði sínum, eins og þeim hefur árum saman liðist, undir verndarvæng varðhunda sinna og hluthafa inni á Alþingi??? Þurfum við kúnnarnir kannski að sækja rétt okkar í gegnum réttarkerfið? Þetta eru að stærstum hluta skyldutryggingar svo það hljóta að vera til lög sem vernda eiga okkur viðskiptavinina. Eða er öllum kannski skít sama? Íslendingar hafa alla tíð verið kjörin fórnarlömb fjármálaglæpahyskis í gegnum tíðina. Bankar stela af fólki, tryggingafélög stela af fólki, allt undir verndarvæng alþingis. Og þetta hafa kjánarnir í þessu þjóðfélagi kosið yfir okkur aftur og aftur. Svo eru stjórnvöld hissa á því að almenningur reyni eins og hægt er að stunda sama leik, til að bjarga sjálfum sér og fjölskyldum sínum. Nú grunar mig að einhverjir fari að rísa upp af rassgatinu og taki hreinlega lögin í sínar hendur. Það þarf ekki annað en að lesa bloggsíður og hlusta á fólk útí samfélaginu þessu til staðfestingar. Það fer að sjóða upp úr og það fyrr en seinna. Fólk ætlar ekki að láta þetta græðgishyski vaða endalaust yfir sig. Brauðmolar duga ekki lengur. Sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Tryggingarfélög að lækka iðgjöld. Ha ha ha ha. Bíddu ég get ekki stoppað að hlæja hí hí hí.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.4.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Davíð Löve.

Góður þessi. Mér líður nákvæmlega eins.

Davíð Löve., 17.4.2009 kl. 14:32

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Gott hjá þér Dabbi ! Já og því miður , þá held ég ég verði að taka undir hláturinn hjá þér Guðmundur , því eins og þú segir Dabbi , þá hafa tryggingafélögin verið jafn iðin við kolann eins og olíufélögin um samráð , en ekki samkeppni . Reynum að gera eitthvað nýtt í þessum kosningum , jú nýir vendir hafa löngum þótt sópa best , þó það sé að vísu ekki 100% .

Hörður B Hjartarson, 19.4.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband