Eru bankar og fjármálastofnanir stikkfrí?

Sælt veri fólkið. Ég er vægast sagt orðlaus yfir því, að stjórnvöld ætli sér þann ósóma, að láta almenning standa einan undir hruni þjóðarinnar. Hvaða andskotans rugl er þetta hjá ráðamönnum að láta svona út úr sér? Ef þeir trúa því virkilega að þjóðin þegi yfir enn einni aftanítökunni, hljóta þeir að vera bilaðir. Það er hreinlega krafa þjóðarinnar að skuldasúpunni verði dreift á milli almennings og lánveitenda þessa lands. Það er óhjákvæmilegt að um niðurfellingu hluta skulda verði tekin fyrir straks. Þetta kallast réttlát skipting, ef stjórnmálamenn skyldu hafa gleymt orðunum. Undirlægjuhátturinn gagnvart AGS er nægur fyrir. Sæl að sinni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband