Gjaldþrot? Ekki hissa.

Sælt veri fólkið. Fyrirsögnin "Ævistarfið farið" blasir við okkur hér á mbl. Er nema von? Er fólk búið að skoða yfirbygginguna?  Ný höll við Dalveg í Kópavogi, Parki. Þar eru flottheitin aldeilis ekki skorin við nögl. 8000 fermetra leiguhúsnæði við Sundahöfnina tekið á 10 ára leigusamningi upp á hvað? 6 millur á mánuði? Ég spyr, hvaða mikilmennskubrjálæði hefur gripið Íslendinga? Þetta minnir óþægilega á visst gjaldþrot einnar virtustu og elstu starfandi prentsmiðju landsins fyrir nokkrum árum. Það átti að gleypa heiminn. Hvenær ætlum við, þessi dvergþjóð, að fara að sníða okkur stakk eftir vexti? Ég er á þeirri skoðun að nú verði markaðurinn að fara að grisjast, og fólk með báðar lappirnar á jörðinni taki yfir. Svona mikilmennsku brjálæði gengur ekki lengur. Ég hef alla mína tíð unnið í bygginga bransanum og alltaf orðið jafn hissa þegar ég heyri menn tala eins og við gætum byggt eins brjálæðingar út í það óendanlega. Og svo fara menn að reisa þvílíkar byggingavöruverslanir að ein slík myndi duga allri þjóðinni. Hvað er í hausnum á slíku liði? Varla eru þetta reyndir menn sem stjórna svona draumóra hegðun? Eða hvað? Sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Mæl manna heilastur , nú er það ekki " Verslun Vesturbæjar" , ert þú nokkuð búinn að gleyma , hét hann ekki Hafsteinn , þar var ég , eða Árni á horninu .

Hörður B Hjartarson, 4.4.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband