Er þegar búið að kjósa formann?

Sælt veri fólkið. Einkennilegt er að sjá nákvæmlega engin viðbrögð við framboði Lofts Altice til formanns sjálfstæðisflokksins. Þykja þetta ekki einu sinni fréttir? Eða þaga íhaldsmenn framboðið í hel? Fréttamenn nefna þetta ekki einu sinni á nafn. Er nú þegar búið að úthluta formanns embættinu? Egill Helga ræddi þetta ekki einu sinni í þætti sínum í gær. Velur innsti kjarni flokksins formanninn? Kosningar eru sem sagt sýndarmennskan ein? Talandi um gamla Sovét. Þar hefur íhaldið greinilega lært eitthvað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæll Davið.

Ég er þér sko alveg sammála - þetta á ekki að líðast.

Eða kerlingin hún Stefanía Óskars sem var í kastljósinu á föstudaginn hún er í Sjálfstæðinu. og ætti nú að vita um jafn merkilegan afburð og mótframboð til formanns.

Hún sagði berum orðum að ekkert mótframboð væri á móti Bjarna það myndi enginn þora að fara á móti honum.

Ég hringdi í hana eftir Kastljósið svo nú veit hún það.

Heyrðu ég ætla að skrifa þetta á síðuna.

Kveðja.

Benedikta E, 16.3.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Björn Finnbogason

Það eru einfaldlega allir í kjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.  Fólk getur svo beitt sér misjafnlega, en formleg framboð sem slík eða framboðsfrestur er ekki til.  Davíð á alveg jafna möguleika og aðrir þar til talið hefur verið upp úr kjörkössunum;-D

Björn Finnbogason, 19.3.2009 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband